Þerapía // Hjónabands og fjölskylduráðgjöf

Berglind lauk Mastersgráðu í fjölskyldu- og hjónabandsfræðum frá Saint Mary’s University of Minnesota sumarið 2014. Í lokaritgerð sinni fjallaði Berglind um áhrif geð- og fíkniraskanna foreldra á börn þeirra. Meðfram námi í fjölskyldufræðum var Berglind í starfsþjálfun á unglingageðdeild Minneapolis Fairview Hospital. Þar öðlaðist hún þjálfun í að starfa með unglingum sem voru að fást við geð– og fíkniraskanir. Fljótlega eftir nám hélt hún áfram að starfa með unglingum á aldrinum 12-18 sem glímdu við ofangreindar raskanir hjá Options Family & Behavior Services sem Mental Health Practitioner.

Berglind sérhæfði sig í aðferðarfræðum Gottman Institute, nánar tiltekið “The Seven Principles for Making Marriage Work.” Aðferðin byggir á vísindalegum og margreyndum aðferðum við að hjálpa hjónum að snúa við neikvæðu samskiptarmynstri og temja sér uppbyggilegar samskiptaleiðir sem styrkja hjónabandið. Berglind sérhæft sig í Couples and addiction hjá Gottman hjónunum, auk endurmenntunar í Sálrænum áföllum, ofbeldi og áfallamiðaðri meðferð. Berglind stundaði nám í dáleiðslu í Bandaríkjunum auk áfallamiðaðri meðferðarfræði hjá Bessel Van Der Kolk – The body keeps the score sem leggur áherslu á áfallakerfi líkamans. Berglind stundaði nám í fíknifræðum í Metropolitan State University frá 2011 til 2012. Berglind er auk þess með B.Ed frá Háskóla Ísland.

Berglind var meðstofnandi Vörðunnar og starfaði þar í 4 ár en starfar í dag sjálfstætt sem fjölskylduráðgjafi.

Umhverfið skiptir máli þegar kemur
að því að ræða viðkvæm málefni. 


Rólegt andrúmsloft
Traust og virðing
Samkennd
Trúnaður
öruggt rými
Berglind býður uppá upp á fjölskyldu- og parameðferð, einstaklingsmeðferð, námskeið, fræðslu og fyrirlestra á vegum Þerapía - Fjölskylduráðgjöf

 

 • Einstaklingsráðgjöf

  Ýmsar aðstæður og áföll geta komið upp í lífi einstaklinga sem geta haft áhrif á líðan hegðun og samskiptamynstur okkar við aðra, aðstæður eins og m.a. andlát, slys og álag, en athugaðu að þessi upptalning er ekki tæmandi.

  Nánari upplýsingar 
 • Hafa Samband

  Sendu fyrirspurn um aðra þjónustu sem er í boði og námskeið

  Hafa samband 
 • Pararáðgjöf

  Þerapía býður upp á pararáðgjöf sem gefur hjónum og pörum af öllum gerðum einstakt rými til að þroskast saman, og vinna með samskipti og sambönd með jákvæðni, umburðarlyndi og samvinnu að leiðarljósi.

  Nánari upplýsingar 

Bókaðu tíma

Share information about your brand with your customers. Describe a product, make announcements, or welcome customers to your store.

„Fjölskyldan er ekki mikilvægur hlutur. Hún er allt." Michael J. Fox