Pararáðgjöf

Þerapía býður upp á pararáðgjöf sem gefur hjónum og pörum af öllum gerðum einstakt rými til að þroskast saman, og vinna með samskipti og sambönd með jákvæðni, umburðarlyndi og samvinnu að leiðarljósi.

Með pararáðgjöf er leitast við að vinna með og breyta mynstrum í samskiptum og samböndum para, Báðir aðilar fá jafna athygli og veitir aðhald að hafa þriðja aðila sem sér kanski mynstur þar sem báðir aðilar þurfa að vinna í sínum málum persónulega en vinna samt að sama markmiði sem er sátt og jöfn samskipti.

Í ráðgjöfinni læra pör meðal annars að hlusta á hvort annað til að skilja en ekki til að svara, sem eykur innsæi í eigin hegðun sem og makans. Skýr skilaboð og samskipti eru lykill að því að tækla þau verkefni sem koma upp í öllum samböndum.

Með pararáðgjöf er unnið með mikilvæg atriði til að skilja hvað makin er að upplifa og meina sem eykur nánd og næmni í samskiptum para.

Vandamál eins og væntingar um aukna nánd, óöryggi, vantraust, afbrýðissemi, trúnaðarbrestur, mörk og margt fleira eru kanski ekki vandamál heldur verkefni sem þarf að leysa, og stundum er nauðsynlegt að fá ráðgjöf og meðferð hjá fagaðlia til að leysa þessi verkefni.
Fyrir sumar getur eitt til tvo skipti dugað til að varpa ljósi á þá þætti sem þarf að slípa á og vinna með, aðrir þurfa fleiri tíma eða skipulagða meðferð en þetta fer allt eftir aðstæðum hjá hverju pari.

Paraviðtal varir í 90 mínútur.
  • Einstaklingsráðgjöf

    Ýmsar aðstæður og áföll geta komið upp í lífi einstaklinga sem geta haft áhrif á líðan hegðun og samskiptamynstur okkar við aðra, aðstæður eins og m.a. andlát, slys og álag, en athugaðu að þessi upptalning er ekki tæmandi.

    Nánari upplýsingar 
  • Hafa samband

    Sendu fyrirspurn um aðra þjónustu sem er í boði og námskeið

    Hafa samband 
  • Pararáðgjöf

    Þerapía býður upp á pararáðgjöf sem gefur hjónum og pörum af öllum gerðum einstakt rými til að þroskast saman, og vinna með samskipti og sambönd með jákvæðni, umburðarlyndi og samvinnu að leiðarljósi.

    Nánari upplýsingar 

„Að skilja hvers vegna fólk þjáist, hvernig það breytist og hvernig á að hjálpa því að lifa ánægjulegu lífi er heillandi og mikilvægt verkefni." Sommers-Flanagan