Um Berglindi

Berglind er menntaður fjölskyldu og hjónabandsfræðingur og rekur meðferðarstofuna Þerapia sem býður uppá samtalsmeðferð fyrir einstaklinga, hjón og fjölskyldur.

Berglind hefur alltaf haft mikinn áhuga á sál og líkama og hvernig það tengist og fór lærði Tónheilun vegna þess hve mikið Tónheilun hefur mikil áhrif á líkamann og hvernig hún getur losað um gömul áföll eða afleiðingar áfalla eins og stress, kvíða og þunglyndi. En hún er búin að vera með tíma í Tónheilun einu sinni í viku síðan síðasta haust fyrst á Vörðunni svo á Yogashala.

Berglind er búin að taka grunnámskeið í gong og framhaldsnámskeið hjá Arnbjörgu Kristínu Konráðsdóttur. Berglind ásamt því að klára námskeiðið "Vertu í andanum" hjá Arnóri Sveinssyni til þess að læra að blanda öndun við Tónheilun þar sem að öndun spilar stóran þátt í að róa taugakerfið og hjálpa okkru inn í slökun.

Miklar framfarir hafa verið í notkun hugvíkkandi efna í meðferðum við m.a. áfallastreituröskun, fíknar og ýmisa kvilla. Berglind hefur menntað sig í þeim fræðum og er vottuð sem Psychedelic-Assisted Therapy Provider. 

IPI námið "Psychedelic-Assisted Therapy Program" er árslangt námskeið, kennt af meira en 30 sérfræðingum í geðhjálparmeðferð og rannsóknum. Þar sem hún m.a. lærði um samskiptareglur rannsóknarmeðferða með geðhjálp við áfallastreituröskun, þunglyndi, kvíða og fleira. Og kafafað var ofan í smáatriðin um það sem rannsóknir og framkvæmd hafa leitt í ljós á sviði geðlyfjavísinda, meðferðarferli sem eru einstök fyrir geðlyfjameðferð, undirbúning, skömmtun, samþættingu, heilsugæslulíkön og hvernig geðlyf virka í samsettri meðferð með öðrum tegundum meðferðar.

Til að bóka tíma hjá Berglindi í einstaklings eða fjölskylduráðgjöf þá smelliru hér:

"In the symphony of life, let Tone Healing be your conductor, guiding you to harmony and inner peace."