Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

Þerapía // Tónheilun.is

Einstakur sameiginlegur viðburður með MATA Healing process og Txana Reu Keneya -helgir tónlistarmenn frá Amazon

Einstakur sameiginlegur viðburður með MATA Healing process og Txana Reu Keneya -helgir tónlistarmenn frá Amazon

Venjulegt verð 14.900 ISK
Venjulegt verð Söluverð 14.900 ISK
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.

Einstakur sameiginlegur viðburður – Amazon & MATA

Þann 20. nóvember sameinum við krafta okkar í einum einstökum viðburði:
Txana Reu Keneya – helgir tónlistarmenn frá Acre í Amazon, Brasilíu –
ásamt Mörtu Dröfn og Berglindi sem leiða MATA Healing Process.

Þetta er kvöld þar sem heilög tónlist, lifandi orka og kraftur skógarins flæða saman.
Rými fyrir slökun, djúp upplifun og tengingu við náttúruna, hjartað og sjálfið.

Við erum að taka á móti Txana fjölskyldunni, Txana Reu Keneya – helgum tónlistarmönnum Huni Kuin ættbálksins frá Amazon í Brasilíu. Þau koma með hreinleikann í krafti æskunnar, til að miðla gleði, lækningu og kærleika til allra sem leita friðar – með heilögum lækningum úr frumskóginum, fornum söngvum og tónlist fullri af visku forfeðra þeirra.  Rapé er heilagt jurtatóbak úr frumskóginum. Það er talið hreinsa og róa hugann, efla jákvæðni í líkamanum, hreinsa burt neikvæða orku, styrkja innsæi og innri leiðbeinendur. Sananga er unnin úr laukplöntu og er öflug lækning sem sett er í augun undir sérstakri bæn. Hún er talin hreinsa burt fasta neikvæða orku sem hefur sest í hug og líkama, og færa okkur skýrleika. Txana fjölskyldan mun einnig deila gleði sinni, bæn og tónlist með okkur.  

MATA Healing Process MATA er lifandi orka sem tengir okkur við kraft skógarins og þá heilun sem hann hefur að bjóða hverju sinni. Unnið er með medicine-orku náttúrunnar og heilunaraðferðir sem styðja við náttúrulegt orkuflæði líkamans. Við hreinsum orku, jarðtengjum og styrkjum orkukerfið svo lífsorkan — uppspretta alls lífs — fái að flæða frjálslega. Spennur og kvíði geta leyst upp og tilfinningalosun má eiga sér stað, þar sem þú snýrð aftur inn í ró, jafnvægi og tengingu við sjálfa(n) þig. Í tímanum liggur þú á jógadýnu og færð mjúkar snertingar á ákveðna punkta á líkamanum, til dæmis á höfuð, enni, bringu, lóf og fætur. Orkan fer þangað sem hennar er þörf og upplifunin er einstaklega persónuleg fyrir hvern og einn. Algengt er að upplifa: • djúpa slökun • hita, kulda eða strauma í líkamanum • ósjálfráðar hreyfingar • minningar, sýnir eða tilfinningalosun Áhrifin fylgja oft áfram eftir tímann, með meiri ró, jarðtengingu, jafnvægi og skýrleika inn í daglegt líf.

Verð 14900 
Greitt í gegnum tickets á síðunni. Fyrstir koma fyrstir fá. Ath aðeins þessi viðburður verður haldinn. 

Tökum vel á móti ykkur í Yogavin 20 nóvember kl 20.

Só alegria
Haux Haux 

Berglind, Marta og Txana Reu Keneya

Skoða allar upplýsingar